Fiattone. Engir strákar

Í pólska þorpinu Miejsce Odrzanskie eru íbúarnir nú 272. Þar eru 92 hús. Þar er engin verslun, ekkert kaffihús, enginn veitingastaður og það líða oft margir klukkutímar milli þess sem utanaðkomandi bílar keyra í gegnum þorpið. Merkilegast við bæinn Miejsce Odrzanskie er þó að í meira en tíu ár hafa engir drengir fæðst þar, bara stúlkur. Á skólabekkjunum í yngstu deildum barnaskólans sitja einungis stúlkur. Vísindamenn hafa reynt að finna skýringar á þessu undarlega fyrirbæri en án árangurs. Bæjarstjórinn, Krystyna Zydziak, finnst ástæða til gera eitthvað í málunum og hefur hún heitið þeim foreldrum í þorpinu sem fyrstir koma með dreng í heiminn veglegum verðlaunum. „Við viljum líka stráka, það gefur bæjarlífinu vítamín að fá stráka.“

Ég segi frá þessu hér þar sem ég, í áhuga mínum á bókmenntum sem listgrein, rambaði inn á ágæta vefsíðu sem heitir skáld.is. Þar er fjallað um bókmenntir, en einungis bókmenntir skrifaðar af konum. Þar eru engir strákar. Þessi fína heimasíða er einskonar Miejsce Odrzanskie bókmenntanna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.