Espergærde. Skýringar

Ég hlusta á Rosemary Standley vegna þess að hún er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Ég hlusta á hana aftur og aftur. Pretend that you owe me nothing, syngur hún.

Rosemary syngur og ég horfi út um gluggann á skrifstofunni vegna þess að ég sé tvo svarklædda menn bera stiga á milli sín beint fyrir neðan gluggann hjá mér. Ætla þeir að klifra upp til mín?

Rosemary syngur og ég les ljóð Gyrðis Elíassonar, Stúlka á göngu, vegna þess að það birtist mér allt í einu á tölvuskjánum og ég er alltaf að lesa, ég er víst alltaf að leita að góðu lesefni. Gaslampar og graslampar …

Ég slekk á söng Rosemary vegna þess að síminn hringir. Alló!

Ég svara símanum vegna þess að hann hringir. Alló!

Ég legg símann frá mér vegna þess að samtalinu er lokið. Vertu sæl, elskan mín!

Ég horfi fram fyrir mig með hendur í skauti, (ég hef ekki aftur kveikt á tónlistinni) vegna þess að ég hika við að byrja á verkefni dagsins. Hvert er alþjólega táknið fyrir hik?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.