Hugarfrelsi; að hafa rétt til að hugsa, trúa, halda, meina það sem maður vill. Þetta er gott að hafa í huga þegar maður mætir einhverjum eða les eitthvað eftir einhvern sem hefur öndverðar skoðanir. Oft eru skoðanir manna gerðar tortryggilegar með því að bæta orðinu „öfga“ til að lýsa stöðu manna sem maður er ósammála á skoðanaskalanum. Þá eru skoðanir viðkomandi „far out“. Til dæmis væri hægt að gera skoðanir Andra Snæs í umhverfismálum tortryggilegar með því að kalla Andra Snæ öfga-umhverfissinna og skoðanir hans öfgaskoðanir í umhverfismálum.
Ég minnist á þetta hér af því að það er sunnudagur, ég er úthvíldur og fullur af orku. Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin. Yo!