Hvalfjörður. Hin íslenska morgunstemmning

Hó. Vaknaður í Hvalfirði sem liggur hér spegilsléttur fyrir utan gluggann hjá mér. Að vísu opnaði ég fyrst augun klukkan fjögur (eða sex á dönskum tíma) í nótt og fannst ég hafa sofið nóg. Úti var dimm nótt þannig að ég píndi mig til að sofa áfram. Þegar klukkan var orðin sex nennti ég ekki að liggja lengur og gekk út á trépallinn í morgunlogninu og settist á tröppuþrep fyrir aftan húsið. Það er nú meira hvað hér er fínt að vera, hugsaði ég.

Ég kveikti meira að segja á morgunútvarpi rásar 1 til að fullkomna hina íslensku stemmningu.

Þar heyrði útvarpsmenn segja frá að hér á landi komi út mörg blöð með listum yfir tekjuhæstu Íslendinga. Meira hvað mér þykir það plebbalegt. Þjóðin getur þá skemmt sér við að fussað yfir óréttlætinu sem hún þarf að þola.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.