Aftur í Danmörku. Ég ákvað í morgun þegar ég keyrði frá Hvalfirði í átt til Keflavíkur (með viðkomu í Vesturbæ Reykjavíkur til að taka Öglu Söndrudóttur og Mónu Nóadóttur með til Danmerkur) að ég skyldi ekki gera aftur þau mistök að velja morgunflugið frá Keflavík til Danmerkur. Ef maður tekur fyrstu vél til Danmerkur verður maður að vakna 3:30 til að koma tímanlega. Það er bara of snemmt og eyðileggur bæði nætursvefn og næsta dag. Það er ekki nógu gott. Ekki endurtaka þessi mistök. Læra það, Snæi minn.
Nú fer ég að sofa. Ekki mikið gagn af mér í dag.