Espergærde. Trú, ást, kærleikur, kynlíf og svik.

Á meðan ég var staddur á Íslandi fór fram hin árlega bókmenntahátíð á Louisiana safninu hér í næsta bæ, Humlebæk. Ég hafði skipulagt ferðina til Íslands áður en ég vissi að hátíðin í Louisiana var á þessum tíma. Mér þótti leitt að geta ekki mætt því þar fara jafnan fram forvitnileg samtöl um bókmenntir. Og ég hef gaman af því.

Michel Houellebecq (myndina hér að ofan tók ég ekki í heimsókninni heim til hans í nóvember), vinur minn frá París, var á dagskrá hátíðarinnar og aldrei fyrr hefur á Louisiana sést samankominn slíkur mannfjöldi og var þegar franska skáldið mætti á sviðið. Mörg þúsund manns reyndu að troða sér inn í tjald sem tekur 300-400 manns til að hlusta á þessa miklu bókmenntastjörnu. Sat mannfjöldinn því og hlustaði á skáldið á nærliggjandi grasbölum þar sem hátölurum hafði verið komið fyrir.

Og um hvaða viðfangsefni valdi franska skáldið að ræða? Frá því get ég sagt. Hann talaði um trú, ást, kærleika, kynlíf og svik. Mér þykja umræðuefnin vel valin.

Annars skyldist mér á þeim sem ég hef heyrt í og voru viðstaddir hátíðina að eftirtaldir hefðu brillerað: Michel Houellebecq, Per Petterson, Rachel Cusk, Sjón og Helle Helle,

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.