Espergrærde. Work-away búðirnar

Í gærkvöldi fór ég inn í Kaupmannahöfn þar sem mér var boðið til afmælisveislu. Þetta var innileg afmælisveisla. Afmælisbarnið Andrea, fyrrum samstarfskona mín, var hrærð yfir tímamótunum, gestirnir voru glaðir og gerðu sitt besta til að afmælisdagur Andreu yrði ánægjulegur. Stemmingin var óvenjulega góð.

Í veislunni voru fyrst og fremst fólk úr bókabransanum, enda hefur afmælisbarnið lifað og hrærst innan veggja Gyldendal og Politikens forlags síðustu áratugi.

Mér fannst mjög áhugavert að heyra tal gestanna, og spjalla við þá því það lá þeim öllum mjög á hjarta hvernig reka skyldi nútíma bókaútgáfu í þessum nýju aðstæðum þar sem hinn stafræni heimur hefur sífellt meiri áhrif á daglegt líf og peningarnir stýra bókaútgáfunni í ríkara mæli.

Ég hef verið á stöðugum þönum þessa helgi, gengið mikið og hlustað á hljóðbók ef ég er einn á ferð. Mér finnst notalegt að hlusta á lestur bóka á göngu og fín leið til að gera tvennt í einu.

ps Annars heyrði ég í konu sem dásamaði mjög vinnuform sem hún stundar af og til og kallar „work-away“, sem þýðir að hún fer með vinum sínum, sem eru free lance burt í viku. Setjast þau að í sumarbústað (í hennar tilfelli hálgerðu klaustri í litlu þorpi á Grikklandi, og vinna frá morgni og fram á síðdegið. Þar á eftir elda þau mat saman, eða fara út að borða og rækta vinskapinn. „Þetta er frábært fyrir þá sem eru alltaf einir í vinnunni eins og flestir freelancarar. Vika með vinum í einbeittri vinnu og einbeittri samveru.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.