Espergærde. Ekkert hik, Breiðablik.

Eftir allt of rólegan dag í gær – kannski er réttara að segja afkastalítinn dag (sannleikurinn gerir yður frjálsan) – hef ég ákveðið að skipta um taktík. Mér fannst ég vera á villigötum, eins og það er kallað, ég er áttavilltur. Hin nýja taktík er að hugsa minna, losa mig undan hiki og gera meira. Kýla á það. Þetta er það sem ég er mest upptekinn af í dag: að losa mig við hikið.

Nú hef ég gert æfingar Tíbetmunkana fjóra daga í röð og í fyrsta sinn í morgun voru æfingarnar endurteknar sex sinnum (höfðu verið endurteknar þrisvar sinnum). Það má segja að á þessum vettvangi sé ég í nokkurri framför.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.