Espergærde. Af síðustu stundu

Ég missti alveg þráðinn í dag, mætti of seint á skrifstofu, var nærri því búinn að missa af lestinni til Kaupmannahafnar, var allt að því of seinn á hádegisfund með Johannesi Riis, dvaldi of lengi á fundinum og kom á síðustu stundu heim til að skutla Davíð út á golfvöllinn þar sem hann æfir golf með vinkonu sinni.

Þar sem allt er í vitleysu í dag, hef ég ákveðið að helga bókmenntamola dagsins hinni frægu Kourtney Kardashian sem er ein af hinum snjöllu Kardashian systrum. En hún sagði frá því í gær á Instagram að hún væri að lesa bók Jane Austen, Emma. Á Instagram birti hún mynd af sér, hálf ofan í baðkari að lesa skáldsöguna.

Nú er nefnilega nýjasta trendið á Instagram (takið eftir) að birta mynd af sér með bók. Ekki er lengur smart sýna mynd af því sem þú borðar (myndir af mat frá veitingahúsi eða beint úr ofninum eru algert yesterday) heldur setur maður nú inn myndir (ef maður er frægur og ríkur eða vill líkjast frægum og ríkum) af því sem maður les þessa stundina. Hér er myndin.

Fræg kona les Emmu, Jane Austen ofan í baðkari.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.