Espergærde. Hæfir kjafti skel

Ég ætla ekki að segja að höfuðið á mér hafi verið lostið eldingu en eitthvað gerðist þegar þetta undarlega orðatiltæki, hæfir kjafti skel, fékk athygli míns sístarfandi heila í morgun. Ég lá móður og másandi á gólfinu í stofunni heima hjá mér eftir að hafa farið í gegnum æfingar Tíbetmunkanna (12 endurtekningar) og hugsaði um ferðir mínar um Reykjavík og nágrenni sl. föstudag.

Bókmenntamoli. Í rannsókn sem unnin var af Pew Research Center kemur í ljós að 20% fullorðinna Bandaríkjamanna hafa hlustað á hljóðbók síðustu 12 mánuði. Þetta er tvöföldun frá niðurstöðu síðustu rannsóknar sem birt var árið 2011. Samkvæmt annarri könnun, sænskri, kemur í ljós að þeir sem eru áskrifendur að hljóðbókum, eða kaupa hljóðbækur reglulega, eru helmingi líklegri en þeir sem ekki eru áskrifendur til að kaupa prentaðar bækur.

Bókmenntamoli 2. Mér barst til eyrna að rithöfundurinn SJÓN (Sigurjón Birgir Sigurðsson) muni skipta um forlag í Danmörku. Síðustu ár hafa verk höfundarins verið gefin út af C&K forlaginu en útgáfufélagið Grif mun framvegis (eða svo lengi sem forlagið lifir) sjá um útgáfu bóka SJÓNS. Grif er lítið forlag í Kaupmannahöfn. Modtryk (forlag í Árósum) er aðaleigandi og fjárhagslegur styrktaraðli Grif. Ekki hef ég heyrt um ástæður skiptanna.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.