Espergærde. Ný Ferrantebók þann 7. nóvember.

Ég hef í nokkur ár fylgst með ferli ítalska rithöfundarins Elena Ferrante þar sem ég var útgefandi hennar í Danmörku í nokkur ár. (Ég verð að viðurkenna að ég verð minna og minna imponeraður yfir þróun mála og eru nokkrar ástæður fyrir því sem ég kýs að nefna ekki.) Eins og alheimur veit er Ferrante skáldanafn höfundar sem hefur enn ekki stígið fram. Margar tilgátur hafa komið upp um hver hinn eiginlegi höfundur sé. Sú tilgáta sem er einna lífsseigust heldur því fram að bakvið nafnið feli sig ítalski þýðandinn Anita Raja. Sú hugmynd hefur líka verið borin upp að eiginmaður Anitu, sem heitir Domenico Stranone og er rithöfundur, sé hin sanna Ellena Ferrante. Þriðji möguleikinn sem hefur líka verið nefndur er að þau tvö, Domenico og Anita skrifi bækur Ferrante í sameiningu.

Þessar grundsemdir um að annað hvort Stranone eða Anita séu höfundarnir að baki Ferrante hafa verið styrktar með ýmsum aðferðum: skattaskýrsla Anitu gaf til kynna að henni áskotnaðist mun fleiri peningar inn á bankareikninginn sinn en afar duglegur þýðandi fær fyrir vinnu sína. Málvísindamenn hafa láti tölvu greina texta Stranone og texta Ferrante og þar má sjá sláandi líkindi milli þessara tveggja höfunda, bæði hvað varðar orðanotkun og setningauppbyggingu.

Ég segi frá þessu hér því um daginn las ég ritgerðir, eða pistla, sem Ferrante birti í enska dagblaðinu The Guardian. Ég veit ekki hversu margir talsins pistlarnir voru, (ég held að þeir hafi verið tíu) en svo misjafnir voru þeir að gæðum að ég gat ekki annað en hugsað með sjálfum mér að þarna væru að minnsta kosti tveir ólíkir einstaklingar sem héldu um pennann. Því það má segja að pistlarnir hafi skipst nákvæmlega í tvennt varðandi gæði; annar helmingurinn var svo hrikalega lélegur og neyðarlegur en hinn helmingurinn forvitnilegur og ágætlega skemmtilegur. Gæti verið að þau, hjónin Anita og Domenico Stranone, hafi þarna skipt á milli sín verkum að hvor um sig skrifað helming greinanna og að annar höfundurinn höfðaði til mín og hinn alls ekki?

Bókmenntamoli. Nú hefur umboðsmaður Ferrante (nýr umboðsmaður) boðað nýja skáldsögu eftir höfundinn og er hlaupinn hreinn Dan Brown í viðskiptin (allt snýst um að hámarka hagnaðinn af nýju bókinni). Skáldsaga Ferrante á að koma út á Ítalíu þann 7. nóvember, en útlendir útgefendur höfundarins fá ekki að sjá handrit fyrr en á hinum ítalska útgáfudegi. Mikil leynd hvílir yfir skáldsögunni og prentsmiðjan sem prentar bókina á Ítalíu verður nánast innsigluð á meðan prentun fer fram. Þau útlendu útgáfufyrirtæki sem hingað til hafa gefið út Ferrante bækurnar hafa ekki forgang á þýðingarrétti nýju bókarinnar, eins og venja hefur verið á bókamarkaðinum, heldur verður útgáfuréttur seldur hæstbjóðanda í hverju landi. Svona er nú það.

Bókmenntamoli 2. Í dag verður skipt út UGENS BOG hér í skrifstofuglugganum hjá mér (ég get sagt það með töluverðri gleði og jafnvel stolti að uppátækið UGENS BOG vekur nokkra ánægju vegfarenda sem eiga leið hér framhjá.) Í síðustu viku prýddi bók Donnu Tartt, Stillidsen gluggann en í þessari vikur er það bók Kim Leine, Profeterne i Evighedsfjorden sem fær sjö daga pláss í glugganum. Yo! (Hér koma myndir).

Stillidsen eftir Donnu Tartt var bók síðustu viku.
Profeterne i Evighedsfjorden eftir Kim Leine er bók vikunnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.