Espergærde. Minnispunktar

Síðustu mánuði er ég farinn að stunda það að skrifa allt mögulegt hjá mér. Í vasanum á jakkanum mínum geng ég með minnisbók og um leið og mér dettur eitthvað í hug sem mér finnst merkilegt ríf ég minnisbókina upp úr vasanum og Pilot 0,4 mm pennann minn. Vasabókin er bleik og í henni eru fínar, gráar línur. Stundum nota ég línurnar til að vísa pennanum veginn, halda honum á sinni braut, en af og til læt ég höndina geysast yfir síðurnar án þess að skeyta um þau mörk sem línurnar setja. Ég skrifa til dæmis niður nöfn á fólki sem ég vil ekki gleyma eða á erindi við, nýjar leiðir til að útfæra eitt eða annað, útvarpsþætti sem mig langar að hlusta á … Minnisbókin mín er full af orðum, setningum, punktum, forritunarlausnum, tölum (sólarupprás, sólarlag …) Ég hef líka teiknað myndir og kort; til dæmis, bæjarkort, mánakort … Nöfn tónlistarmanna, nöfn rithöfunda og bækur sem ég þarf að skoða.

Hvalfjörður 10. október. Dögun: 5:19. Sólarupprás: 7:12.
Staða tungls: Fullt tungl þann 13. október.

Bókmenntamoli. „Leiðinleg bók frá nísku forlagi,“ var yfirskriftin í ritdómi dansks dagblaðs um helgina. Þetta getur ekki orðið verra, hugsaði ég með mér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.