Espergærde. Skuggaskip

Nú er ég aftur kominn til Danmerkur og svaf í mínu góða rúmi í nótt. Áður en ég lognaðist út af í gærkvöldi las ég í ágætu smásagnasafni Gyrðis Elíassonar sem heitir Skuggaskip. Ég hef nokkuð velt þessu nafni fyrir mér; Skuggaskip. Er þetta þekkt orð? Ég hef aldrei heyrt talað um skuggaskip og ég fletti þessu upp í orðabók í gær án árangurs. Í gærmorgun vaknaði ég eldsnemma, löngu fyrir sólarupprás og gekk út til að horfa á Hvalfjörðinn. Það var enn myrkt, en úti á firðinum grillti í skugga af skipi. Skuggaskip, hugsaði ég með mér.

Skuggaskip lónar úti á Hvalfirðinum.

Bókmenntamoli. Til þeirra sem vilja vita hverjir eru nýjustu straumarnir í bókmenntum: Autofiction – þar sem höfundur fjallar um eigið líf – er dauð, segja sérfræðingar. Og hvað tekur við? Það er víst það sem kallast exofiction, þar sem viðfangsefnið er ekki líf höfundarins. Líf höfundar er ekki í forgrunni heldur líf annarra, þekkts eða óþekkts fólks. Nefnilega.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.