Espergærde. Alvaran

Það tók mig ekki langan tíma að ganga niður á skrifstofu, aðeins tíu mínútur. En þegar ég settist niður eftir nærri hálfsmánaðar fjarveru frá skrifstofustólnum féllust mér hendur; eða segir maður féllust hendur þegar maður hefur ekki áhuga á að nota kollinn. Ég settist samt niður og velti fyrir mér hvert næsta skref yrði og komst að þeirri niðurstöðu að kannski væri bara best að halda áfram göngunni á þessum mánudagsmorgni. Ég stóð upp, fór aftur í jakkann minn og var á leiðinni út úr dyrunum þegar vinur minn, maðurinn með hundinn, kom aðvífandi. Ég veit ekki hvort hann var á leiðinni í heimsókn til mín eða hvort hann átti bara leið hjá.

„Hva …?. ertu að fara?“
„Já, ég ætlaði bara aðeins út að ganga. Ég get ekki alveg tekið verkefni mitt alvarlega í dag.“
„Ert þú þannig maður … finnst þér – maður sem getur ekki tekið neitt alvarlega?“
„Já, kannski af og til … já. Og nei – ég er líka alveg á hinum endanum, Ég tek allt alvarlega.“
„Að þú takir allt alvarlega?·
„… ja, ég veit ekki hvernig ég á að vera – hvort ég eigi að taka allt alvarlega eða ekki neitt.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.