Ég fékk hið óvænta verkefni frá manni síðastliðinn miðvikudag að skrifa um þann 20. nóvember árið 2018. Maðurinn sem gaf mér verkefnið var alskeggjaður kvikmyndagerðarmaður, góðviljaður og dramatískur. Það veit ég núna. Samdægurs leysti ég verkefni mitt af hendi (meira að segja á dönsku). Þetta gerði ég samviskusamlega. En daginn sem ég sat við skriftir vissi ég ekki að Leo Tolstoj hafði dáið þann 20. nóvember. Það veit ég núna.
Það var árið 1910 sem hann dó, rússneska skáldið Leo Tolstoy. Hann er þekktur, og ekki bara þekktur, hann er heimsfrægur fyrir að hafa skrifað Stríð og frið, söguna um Önnu Karanínu og fleiri góðar bækur). En fáum dögum áður en hann dó stakk hann af og skildi eftir stutt bréf til konu sinnar, Sofja. „Ég geri það sem gamlir menn á mínum aldri gera venjulega; ég yfirgef heimsins hamagang og læti til þess að verja síðustu ævidögum mínum í einsemd og kyrrð.“ Þetta gerði Tolstoj.
Þetta var bókmenntamoli. Yo!