Espergærde. Upplestur á miðjum degi.

Hann: Viltu lesa fyrir mig, Snæi minn?
Ég: Ég hélt að þú svæfir.
Hann: Nei, ég var bara með lokuð augun. Ég svaf ekki.
Ég: Hvað á ég að lesa?
Hann (mjög lágt): Haltu bara áfram þar sem þú varst kominn, ekki hætta … Ég heyri allt. Ég sef ekki. Ég var bara með lokuð augun.

Bókmenntamoli. Árið 1996 kom út í Bandaríkjunum bókin Móðurlaus Brooklyn eftir rithöfundinn Jonathan Lethem. Bókin vakti töluverða eftirtekt lesenda, sigldi upp metsölulista og var þýdd á fjölda tungumála. Skömmu eftir útkomu bókarinnar las kvikmyndamaðurinn Edward Norton bókina og síðan hefur hann dreymt um að koma skáldsögunni á hvíta tjaldið. Nú, meira en tuttugu árum síðar, er draumur hans loks orðinn að veruleika. Kvikmyndin var frumsýnd þann 1. nóvember í Kanada og nú er hún sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Sjálf bókin kom út í íslenskri verðlaunaþýðingu Eiríks Arnar Norðdahl árið 2007 hjá bókaforlaginu Bjarti. Þótt bókin væri gefin út hjá Bjarti má segja að útgáfa bókarinnar væri afrakstur hins misheppnaða útgáfuverkefnis sem kallaðist Traktor. Nafnið var gott, en því miður bar ég ekki gæfu til að glæða það útgáfufyrirtæki lífi. Þar brást mér algerlega bogalistin.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.