Espergærde. Klósettpappír í pósti

Þann 10. desember taka Peter Handke og Olga Tokarczuk á móti bókmenntaverðlaunum Nóbels og það verður vonandi hátíðleg stund þótt nokkur fjöldi bókmenntaáhugamanna sé óánægður með að Handke hljóti verðlaunin. Meintar skoðanir hans eru ekki sérlega geðfelldar.

Handke sjálfur fagnaði 77 ára afmælisdegi sínum þann 6. desember með því að halda blaðamannafund í Stokkhólmi en bæði Olga og Peter komu snemma til Stokkhólms til að undirbúa hátíðarhöldin. Peter Handke hefur hingað til aðeins veitt örfá viðtöl eftir að tilkynnt var að hann væri hinn nýi handhafi Nóbelsverðlaunanna. Klukkan eitt á staðartíma stillti hann sér sem sagt upp í Börshuset í höfuðstað Svíþjóðar fyrir framan meira en 100 alþjóðlega blaðamenn til að svara spurningum þeirra. Ekki leið langgur tími þar til spurningarnar fóru að snúast um stríðið í Júgóslavíu. Þær spurnignar voru fljótafgreiddar:

„Ég hef engar skoðanir á stríðinu í Júgóslavíu. Ég hef engar skoðanir. Ég hef áhuga á bókmenntum ekki skoðunum.“

Þetta svar fékk þó ekki blaðamennina til að þagna og Handke varð æ pirraðri og vísaði til sendibréfs sem honum hafði fengið í pósti; honum barst fyrir nokkru einhvers slags mótmælabréf eða merki um vanþóknun á að hann hefði hlotið hin eftirsóttu bókmenntaverðlaun. Ekki var ljóst hver sendandi bréfsins var (óundirritað) en í umslaginu var klósettpappír með „kalífrafi“ úr mannasaur.

„Við ykkur sem hér leggið fram spurningar vil ég segja að ég kýs fremur að fá nafnlausa klósettpappírssendingu en þessar innantómu spurningar.“

Í mótmælaskyni við Nóbelsútnefningu Handkes hafa verið skipulögð samkomur víða um Stokkhólm á þriðjudaginn 10. desember þegar verðlaunin verða afhent

Peter Handke í Stokkhólmi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.