Ég fékk í gær hendurnar bók sem inniheldur bréf Tove Ditlevsen, dönsku skáldkonunnar, til forleggjara síns hjá Gyldendal. Þetta er skemmtileg lesning og um leið minnir mig á hvað ég er feginn – eftir öll þau skemmtilegu ár í bókaútgáfu – að vera hættur að vinna sem forleggjari. Engar raunir eru í huga Tove of litlar til að ekki sé ástæða til að flækja hinum ágæta forleggjara inn í þær; hjónabandsmál, skattamál, uppeldismál, heilbrigðismál, samgöngumál, peningamál, höfundarréttindamál, sálfræðiþjónusta, útgáfumál vina og kunningja Tove … Ég hafði aldrei höfund á mínum snærum sem lagði slíkt á mig en samt er ég bara svo glaður að vera byrjaður að gera eitthvað annað en að gefa út bækur. Yoho!
Nú er aðfangadagur og við höldum, þvert á áætlanir, jól í Danmörku. Númi er kominn heim af spítalanum og jólatréð er komið í hús. Flestar jólagjafirnar eru í Hvalfirði bæði þær sem við gefum og þær sem ætlaðar eru okkur sjálfum en jólin eru hér í Espergærde.
Gleðileg jól, Snæi minn, og gleðileg jól til heimsins.