Espergærde. Með asna sér við hlið

Í mér er alltaf mikil eftirvænting þegar áramót nálgast, eins og nýr kafli sé um það bil að hefjast, að framundan liggi greiðfær vegur og bara spurning um inní hvaða fjársjóð þessi beina braut leiði mig. Um þetta hugsaði ég undir bláum himni á göngu minni í morgun. Ég gekk einn. Það var enginn á ferli og ég hugsaði að eiginlega ætti ég ganga með asna mér við hlið, það væri góður göngufélagi. Ég veit auðvitað ekki hvað hið nýja tímabil í lífi mínu eigi eftir að færa mér, en ég býst ekki við öðru en einhverju góðu. Ég er að skrifa nýja bók og um hana hugsa ég nánast látlaust, mig langar að skrifa framúrskarandi bók … mig langar til þess að bókin sem ég skrifa verði algerlega framúrskarandi. Og á göngu minni hugsa ég óaflátanlega um það hvernig maður fari að því að semja slíka bók. Hvað á ég að gera til að mér takist slíkt?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.