Þriðja daginn i röð tek ég mynd af hestunum sem ég hitti á gönguleið minni. Þeim finnst engin tíðindi að ég stoppi til að virða þá fyrir mér; þeir eru stærri tíðindi fyrir mér en ég fyrir þeim. Ég birti myndirnar þrjár hér.



Ég ætlaði í rauninni ekki að skrifa um hestana þrjár, systurnar þrjár, þótt mér þyki þeir fallegir, heldur ætlaði ég að minnast á vinnuaðferðir í tilefni skrifa ungs manns sem mér bárust í gær á meðan ég var að skera lauk í sósu. Það viðfangsefni hefði kostað mikla yfirlegu, langt mál, svo ég ákvað að fresta þeim skrifum þar til síðar. Ég verð nefnilega einn heima með Núma nokkra daga yfir áramótin og hann, sem nú er að rísa upp úr veikindum sínum, ver sennilega meiri tíma með vinum sínum yfir áramót en með öldnum föður. Ég ætti þá að hafa nægan tíma í einverunni.