Espergærde. Líf eftir lífið

Ég þekki marga rithöfunda, bæði íslenska og útlenda, og þeir eru misfarsælir á rithöfundaferli sínum. Sumir eru vinsælir söluhöfundar en aðrir (flestir) berjast fyrir lífi sínu í vesöld og fátækt. Stundum hugsa ég um að hverju rithöfundar snúa sér þegar þeir eru alveg fallnir eru úr tísku, geta ekki skrifað meira eða algerlega hættir að vekja áhuga lesenda.

Á Íslandi er það nánast ómögulegt að lifa af því að vera rithöfundur nema maður hafi að baki sér sterkan og áhugasaman lesendahóp sem er fús til að kaupa bækur sem mörgum þykja á okurverði(!) og ná að selja þýðingarrétt af bókum sínum til útlanda. Ef þessar forsendur eru ekki fyrir hendi er ekki hægt að halda sér á lífi með bókaskrifum.

Hvað gerir rithöfundur sem getur ekki lengur framfleytt sér? Það er kannski ekki mörg fyrirtæki sem telja sig hafa þörf á afdönkuðum rithöfundi, jafnvel kominn yfir fimmtugsaldurinn. En í gær ég las grein um að Murakami, japanski höfundurinn, hafi tekið nýja stefnu lífi sínu. Hann þurfti ekki að taka þessa sveigju, bækur hans eru enn í hávegum hafðar, en þegar hann varð 70 ára vatt hann sínu kvæði í kross. Nú er rithöfundurinn farinn að bjóða upp á DJMurakami-þjónustu og hann er vinsæll og eftirsóttur DJ.

Murakami átti einu sinni jassbar í Tókýó og hefur alla tíð fylgst vel með í tónlistarheiminum, svo vel að hann telur sig geta haldið klukkustundar DJ skemmtun sem er þess virði að borga sig inn á. Kannski geta fleiri fallnir rithöfundar fetað sömu eða svipaða braut Murakami? Þetta er bara ein hugmynd fyrir örvæntingarfulla rithöfunda.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.