Espergærde. Eitt leiðir af öðru

Þessa dagana, eða það er að segja nú um helgina, hef ég lesið smásögur Tsjekhovs. Dagana áður las ég smásögur Kjell Askildsen – nýjustu sögur hans, sem komu út árið 2015, þegar Kjell var 85 ára. Kjell er enn á lífi 90 ára gamall. En dagana þar á undan las ég smásögur Gyrðis Elíassonar. Ég segi frá þessari runu smásagnahöfunda sem ég lesið af sérstakri ástæðu.

Í einni af smásögum Tsjekhovs, Námsmaðurinn, velti aðalsöguhetjan fyrir sér hvernig keðja atburða leiddi hann inn í lítinn bæ og að báli við lítið hús. Og einmitt keðja atburða er námsmanninum í sögunni hugleikinn. Þetta fannst mér nógu áhugavert – keðja atburða – til að ég fór sjálfur að velta fyrir mér þeirri röð atburða sem varð til þess að ég: í fyrsta lagi fór að lesa smásögur Tsjekhovs og svo þegar ég hafði íhugað það um stund fór ég í öðru lagi að velta yfir mér hvar endi þeirrar atburðakeðju lægi sem leiddi til þess að ég sæti hér og skrifaði dagbók á vinnustofu í Danmörku, við Gefionsbakken í Espergærde. Eitt leiðir af öðru hugsaði ég og það voru margir einstaklingar sem komu í huga mér á leið minni frá Íslandi og hingað til vinnustofu í hlykkjóttri götu í smábæ á Norður-Sjálandi.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.