Espergærde. Í skugga samtals

Í morgun hitti ég Lars, félaga minn, sem var úti að ganga með hundinn sinn. Við gögnum stundum saman á morgna, hann með hund og ég ekki með hund og förum yfir dagana. Á göngu okkar í morgun töluðum við um væntanlegt ferðalag okkar til Íslands. Lars og fjölskylda hans ætla að koma með okkur í Hvalfjörðinn í byrjun febrúar, já, í næstu viku.

En á göngu okkar, á okkar venjulegu gönguleið – ég á leið í vinnu og hann að viðra hund – gengum við framhjá húsi hér í bænum. Lars bendir í átt að húsinu og segir mér þessar skelfilegu fréttir, sem settu mig gersamlega út af laginu. Og nú þegar ég sit hér og skrifa dagbók dagsins kemst ekkert annað að en samtal okkar Lars.

Ég segi bara eins og vinur minn: „Svona fréttir hvetja mann til að hlúa vel að lífsneistanum, leita í ljósið og rækta gleðina.“

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.