Enn og aftur staddur á Kastrup-flugvelli, nú á leið til Íslands og það 7. febrúar á afmælisdegi Coetzee (hann er áttatíu ára í dag) og á afmælisdegi Charles Dickens. Ekki hef ég lesið síðustu bækur Coetzee, Jesú-bækur hans þrjár, en sennilega ætti ég að gera það, sá áhugamaður ég er um Jesú.
Ég verð fjórtán daga á Ísland. Ég hef ekki verið svo lengi samfellt á landinu síðan ég flutti til Danmerkur og bráðum eru liðin fjórtán ár.