Hvalfjörður. Botnsúlurnar

Í margmenni á ég erfitt með að sinna dagbók minni (Kaktusinn) og því er komið ólag á skriftaktinn. Til að reyna að koma meira lagi á þetta allt vaknaði ég óvenju snemma í morgun svo ég næði að vera einn yfir þessum skrifum. Það er svo sem ekki margt að skrá, dagarnir snúast um að sinna gestum, fara í skoðunartúra, búa til mat, ganga frá og spjalla. Og Lars og Pia eru alsæl með landið og fegurð þess, það er gaman.

Ég las byrjunina á bók Sölva Björns í gær en náði því miður ekki að tengjast henni í fyrstu atrennu. Ég veit ekki hvort ég taki undir orð bókabúðarmannsins um að sagan sé í upphafi að mestu stílæfing en ég er sammála honum um að tungumálið í sjálfu sér er fyrirferðarmikið í upphafi bókar og skyggi svolítið á annað sem ég gæti haft gaman af.

En ég tók mynd af Botnssúlum í morgun og þær eru fallegar. (sjá mynd)

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.