Hvalfjörður. Mikilvæg rannsóknargögn

Undanfarna daga hafa borist fréttir af hugsanlegri endurupptöku gamals morðmáls frá árinu 1968 þegar leigubílstjórinn Gunnar Tryggvason var myrtur í leigubíl sínum við Laugalæk. Árið 1968 voru glæpamál af þessu tagi nánast óþekkt í Reykjavík og vakti málið strax mikinn óhug hjá mér og vinum mínum í Álftamýrinni. Allar mannaferðir ókunnugra í hverfinu voru litnar hornauga og með grundsemdaraugum; þar gæti hugsanlegur morðingi verið á ferð.

Það var sérstaklega Palli Vals, sem þá var orðinn sjö ára (ég var sex ára), sem var minn mikli samherji í áhuga á þessum atburðum og ákváðum við fljótlega að taka rannsókn málsins í okkar hendur. Skráðum við allar athugasemdir okkar í minnisbók sem við helguðum málinu. Við ákváðum meðal annars að ganga niður á Laugalæk frá Álftamýrinni til að kanna aðstæður á vettvangi glæps. Ekki fyrir mjög löngu fann mamma Palla þessa gömlu minnisbók.

Minnisbókin var full af gáfulegum athugasemdum og skarpri greiningu okkar félaga. Í gærkvöldi fékk ég svo tölvupóst frá Palla þar sem hann spurði mig – í ljósi nýrra upplýsinga í Laugalækjarmálinu – hvort við ættum að íhuga að láta minnisbókina af hendi til réttra rannsóknaraðila (svo vill til að Karl Steinar Valsson, lögreglumaður er bróðir Palla) fyrst rannsókn málsins er aftur komin á borð lögreglunnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.