Espergærde. Að lyfta sér upp.

Ég las það í vikunni að í Bradford í Englandi er bókasafn borgarinnar á fjárlögum undir liðnum heilsuvernd eins og spítalar og heilsugæsla. Ekki voru til fleiri peningar undir liðnum menning enda fer þeim fækkandi skattapeningunum sem lenda undir þeim lið fjárlaganna og því var brugðið á það ráð að skrá bókasafnið sem heilsugæslustofnun.

Annars þjáist ég af smá andleysi, kannski vegna þess að mér hefur ekki gefist tími til að lyfta mér upp; ég hef ekki hlustað á neitt skemmtilegt í útvarpi lengi, ég hef ekki rambað á rétta bók til að lesa, hvorki íslenskar netsíður né íslensk dagblöð hafa náð að heilla mig, ég hef ekki farið í bíó síðustu vikur heldur hef ég verið rígfastur í daglegu amstri.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.