Hér er afmælihátíð á baráttudegi kvenna. Sus er afmælisbarnið. Venjulega er gert mikið úr afmælisdögum hér á heimilinu og ég hef því ekki haft tíma til annars en að sinna afmælisbarninu og halda afmælishátíð,
Mér var þó bent á að enskur unglingspiltur, Call, hefði stofnað Instagramsíðu þar sem hann fjallaði um bækur. Hann hefur eignast 362.000 fylgjendur á fáum vikum en bókaumfjöllun hans er lítið annað en mynd af bók og dómur Call sem hljómur yfirleitt svona: „Þessi bók er OK.“ eða „Þessi bók er frábær“. Ég veit ekki um neina bókmenntasíðu sem hefur jafn marga fylgjendur og þessi ágæti, enski drengur. (Hann var víst lagður í einelti af jafnöldrum sínum fyrir þessa Instagramsíðu.)