Espergærde. Andinn sýktur.

Þessir Córónutímar eiga bara ekki við mig – þetta gildir víst um fleiri en mig – því mér finnst ég andlaus, sálarlaus og beygður. Við ætluðum að hittast í gærkvöldi, nokkrir félagar mínir og elda mat saman en eftir spekúlasjónir fram og til baka um hvort það væri í lagi að hittast var ákveðið að fresta samkomunni. Þessi einangrun á bara ekki við mig. Það bara gerist ekkert í hausnum á mér þessar stundirnar. Þótt ég sé ekki smitaður hefur vírusnum samt tekist að fá bólsetu í mér. Nú hugsa ég ráð; hvað gæti lífgað mig, hvernig get ég eflt andann í þessari andausu tíð.

Og svo er ég lokaður inni í landinu!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.