Espergærde. Óraunsæi

Raunsæi, draumórar eða svartsýni? Ég er ásakaður af fjölskyldu minni – ja, ásakaður er kannski of sterkt orð – um að vera óraunsær, allt of bjartsýnn og jafnvel talinn vera draumóramaður. Ég tala alltaf um það sem er í vændum í sumar eins og ekkert geti komið í veg fyrir ferðaáætlanir okkar. Við erum á leið til Ítalíu og Frakklands í júlí, við erum á leið til Íslands í júní. Og ég er vissum að af því verði. Hinum í fjölskyldunni finnst ég óraunsær. Kannski er ég það, I don’t know. En ég hlakka til að ferðast til þessara landa í sumar og ég held áfram að hlakka til þess þótt einhverjum finnist ég óraunsær. Yo!

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.