Espergærde (hvar annars staðar?)

Fyrir nokkrum dögum hafði samband við mig ungur maður sem sannarlega virðist ætla að vera hinn nýi spútnikforleggjari landsins. Það kraumar í pottunum hjá honum og það er vindur í seglunum. Ég fékk beiðni frá þessum unga manni um að vera álitsgjafi í einföldu vafamáli, (gæti maður kallað það að vera ráðgjafi?) Og eins og ekta spútnikkar sendi hann greinileg merki um þakklæti fyrir hjálpina. Það var létt verk fyrir mig að gefa álitið og ég fékk ríkulega launað: heilan poka af lakkrís. Ég er sannarlega á uppleið. Nú get ég bætt titilinum álitsgjafi.á CVið. Yo!

Ég las í gærkvöldi – áður en ég mannaði mig upp í að setjast við þýðingarstörf (afköst!) – viðtal við skáldkonuna Lydiu Davids. Viðtalið var í sjálfu sér ekki sérlega áhugavert en ég hjó eftir því að hún er stór aðdáandi minnisbóka. Hún skrifar í sífellu í minnisbókina sína og telur sig taka daglegum framförum í „kristilegu hugarfari“ (þetta er frasi sem kemur bara upp í hugann) því hún nær bæði að muna betur eftir því sem vekur eftirtekt hennar og hún nær að íhuga hið eftirtektarverða lengur ef hún skrifar það niður. Ég er sammála þessu. ¡Viva la minnisbók!

ps. ég fékk sendingu frá bókabúðinni í gær. Heill kassi með fjórum bókum beið mín. Mikið varð ég glaður þegar ég opnaði kassann. Hlakka mjög til að lesa hina finnsku Johanna Sinasalo.

Bókasending dagsins frá bókabúðinni.

Pps. Ég hugsa oft um það hvað ég hefði gaman af að vera neon-forleggjari á Íslandi. Ég er alltaf að rekast á svo forvitnilegar bækur frá útlendum höfundum sem aldrei eru nefndir á Íslandi. Það liggur svo mikill fjársjóður hér úti í löndunum. Til dæmis hefði Johanna Sinisalo vel komið til greina í neon með þessa furðulegu bók sína.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.