Espergærde. Sex stjörnu samtal

Einu sinni hitti ég Dag Solstad, norska rithöfundinn. Það var í veislu og ég sat við hliðina á honum undir borðhaldi. Hann talaði við mig allt kvöldið og áður en mér tókst að smeygja mér undan talflaumnum frá honum var komin nótt. En vandinn við þetta samtal var að ég skildi nánast ekki orð af því sem hann sagði. Hann talaði einhverja norsku sem mér er gersamlega óskiljanleg. En ég sat í ysta sæti og hann mér við hlið og mér tókst bara ekki að komast burt. Kvöldið var því óbærilega langt.

Ég segi frá þessu hér vegna þess að ég sé að nú eru að koma þrjár bækur eftir höfundinn á dönsku og þær fá allar 6 stjörnur! Ég vildi að ég hefði getað skilið hvað maðurinn sagði fyrst hann er svona góður að segja frá. Kannski var þetta sex stjörnu eintal.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.