Hér á götuhorni, rétt við höfnina er verið að umbreyta gömlu húsnæði sem áður var kínverskur veitingastaður í kaffihús. Að vísu hafa þessar umbreytingar tekið gífurlega langan tíma meira en eitt ár. En í morgun þegar ég gekk fram hjá var komið logo í gluggann. Café la Port er nafnið á staðnum.
Kannski er þetta stórt framfaraskref fyrir lítinn bæ og kannski get ég notað staðinn sem bækistöð þegar mig vantar stað til að fá morgunkaffi um leið og ég vinn. Ég sé að þau ætla að opna klukkan 09:00 alla morgna.