Espergræde. Hjartalæknir

Á morgun 25 maí á Reymond Carver afmæli. Raymond var rithöfundur en hann er dáinn. Hann dó árið 1988. En ég fór ekki að hugsa um Carver af því að hann átti afmæli heldur vegna þess að ein af sögupersónum hans Mel McGinnis var hjartalæknir. Þegar ég er sögupersónuna í mínu eigin lífi þá er ég líka hjartalæknir. Þegar ókunnugir spyrja mig við hvað ég starfi þá segi ég að ég sé hjartalæknir.

Hjartalæknirinn Mel McGinnis var fimm ár í prestaskóla áður en hann hóf nám í læknisfræði og þau fimm ár voru þau bestu í lífi hans. Ég var líka í eins konar prestaskóla fyrstu átján ár ævi minnar því pabbi minn var prestur og það var hans skóli sem ég gekk í á meðan ég bjó heima hjá foreldrum mínum. Ég vil ekki kalla það bestu ár ævi minnir þótt ég hafi ekkert undan prestaskólanum eða foreldrum mínum að kvarta. Þvert á móti.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.