Espergærde. Tómataræktun.

Ég fór allt of seint að sofa í gær og allt of snemma á fætur í morgun. Hér voru gestir fram á nótt og ég er því ekki líklegur til afreka í dag. Ég hef ekki einu sinni getað komið mér að verki, ég hef ekki komið mér út að hlaupa. Afrek dagsins: Ég plantaði þremur tómatplöntum undir suðurvegg. Þar hafa tómatar vaxið síðustu þrjú ár.

Í morgun var tveimur geimförum skotið upp í loftið. Ég veit svo sem ekki hvert erindi þeirra er út í geiminn en sumir segja að það sé góð ákvörðun hjá þeim yfirgefa jörðina. Og kannski sérstaklega Bandaríkin sem ekki er góður staður til að vera á. Þar er frjósöm jörð fyrir borgarastríð; bil milli ríkra og fátækra er allt of mikið, bil milli svartra og hvítra allt of mikið, atvinnuleysi allt of mikið, og svo til að kóróna óöldina er appelsínugulur kjáni við stjórnvölin. Maður á auðvitað ekki tala um húðlit fólks; hvorki til að upphefja né niðurlægja, en ég get ekki orða bundist í þessu tilfelli.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.