Espergærde. Hvað á maður að gera við tíma sinn áður en maður deyr?

Hellirigning á Sjálandi og því var tennisæfingin í morgun sem ég hafði hlakkað til felld niður. Malarvellirnir voru blautir og djúpir pollar á miðjum keppnisvöllunum.

Í dag komu bækurnar sem Sus hafði pantað frá bókabúðinni (sjá mynd). Fimm bækur þar af 2 (Meistarinn og Margaríta (Búlgakov) og Hundrað ára einsemd (Gabriel Garcia Marques)) fyrir Núma sem skyndilega er farinn að hafa áhuga á bókmenntum og vill lesa mikilvægustu bækur bókmenntanna. Útbúinn hefur verið listi hér á heimilinu með tíu bókum sem hann ætlar að lesa næstu tólf mánuði, eftir stúdentspróf og þar til hann hefur háskólanám.

Nú útskrifast Núm frá menntaskólanum í lok júní og allt í einu er hann orðinn svo fullorðinn að hann þarf að velja framtíð sína. Hvað gerum við hér? Hvað á maður að gera við tíma sinn áður en maður deyr? Og hvern á maður að elska? Þetta eru þær spurningar sem sennilega sækja á ungan mann sem er á leið út í lífið. Þegar ég fór að hugsa um þetta áttaði ég mig á að ég á kannski bara tuttugu ár eftir … ef ég er heppinn. Hvernig ætla ég að nota tímann áður en ég dey?

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.