Þegar ég opnaði dagblaðið í gærmorgun og skoðaði ljósmyndir af viðkunnanlegum andlitum unga fólksins sem gekk í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn gegn lögregluofbeldi og kynáttahatri í Bandaríkjunum og annars staðar fór ég að hugsa hversu langt þetta sama fólk væri viljugt að ganga? Hversu miklu það væri reiðubúið að fórna fyrir baráttu sína? Lætur það staðar numið í mótmælum sínum eftir gönguna og eftir að hafa birt svarta mynd á Instagram? Hver er tilbúinn að fórna sér fyrir betra líf fyrir aðra og reiðubúinn til að rýra eigin lífsgæði í þágu mikilvægs málstaðar?
Um þetta velti ég vöngum á göngu minni í sólinni í morgun. Malbikaðar götur bæjarins míns voru mannauðar, rjúkandi heitar og baðaðar sól. Grænu trén voru að springa úr frjósemi, allt blómstrar, grænt, gult, blátt og rautt og ég er einn í heiminum.

Í gær var ég er viðþolslaus eins og það heitir … Líkami minn þolir mig ekki eða ég ekki líkamann. Í dag þarf ég að herða mig og skrúfa upp afköstin sem voru nákvæmlega engin í gær … engin.
ps. Nú les ég smásögur, Dorthe Nors, kláraði smásögur Sally Rooney …