Espergærde. Notkun segulbands

Að sjá, að muna, að skilja. Allt er háð því hvar maður stendur. Ég minnist á þetta hér þar sem ég hitti mann í gær sem sagði mér frá fremur eftirminnilegu atviki sem ég varð vitni að fyrir nokkrum árum í Reykjavík þegar ég bjó á Íslandi. Við vorum víst báðir viðstaddir þennan sama viðburð en þegar ég heyrði hann segja mér frá því sem gerðist þekkti ég alls ekki atburðarásina.

„Ertu kominn lengra með æviminningar þínar? Prófaðir þú að nota segulband?“ Um þetta spyr Samuel Beckett einn af vinum sínum í bréfi frá því í maímánuði árið 1939. Hví segulband, hugsaði ég, því ég á miklu auðveldara með að skrifa það sem ég hugsa en að segja það sem ég hugsa. Segulband myndi því í mínu tilfelli – ef ég væri svo vitlaus að skrifaði æviminningar – gera illt verra með minningarnar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.