Espergærde. Marie og Ármann

Regnþrunginn laugardagur og ég á leið í fermingarveislu. Ég byrjaði daginn að lesa ágætt blaðaviðtal við rithöfundinn norska Jan Kjærstad. Eiginlega óvenjulega gott viðtal. Hann er sannfærður um að á sama hátt og við skiljum í mesta lagi 5% af heiminum þekkjum við okkar nánustu í mesta lagi 5%. Fólk er ekki bara á dýptina heldur líka á breiddina, segir hann. Einn og sami maður getur haft á sér svo margar hliðar eftir því með hverjum hann er og við hvaða aðstæður.

Hann tók dæmi af pabba sínum sem var feiminn maður, farandsölumaður, sem hélt sig til hlés þegar hann var staddur í mannfagnaði. En þegar hann var á söluferð með húsgögnin sem hann seldi var hann hrókur alls fagnaðar; spurði um líðan fjölskyldu viðmælanda síns, sagði sögur og var hinn skemmtilegasti. Þetta kallar Kjærstad að menn eru líka á breiddina ekki bara dýptina.

Já. En ég les tvær bækur núna. Tíbrá eftir Ármann Jakobsson sem ég rétt byrjaður á. Glæpasaga. Ég þekki Ármann ekki en ég átti óvænt og ansi þægileg samskipti við hann fyrir nokkru. Hin bókin er norsk og safn smásagna eftir Marie Aubert; Må jeg komme med dig hjem. Ég er búinn að lesa tvær af níu sögum og ég verð að viðurkenna að ég er ansi ánægður með þessar sögur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.