Vandi dagbókarritara getur verið margvíslegur en nákvæmlega núna hrjáir eitt vandamál þennan dagbókarritara: Ég hef ekki frið. Hér er fullt hús af fólki – alla helgina – og ég þarf næði ef ég ætla að skrifa dagbókarfærslu.
Áætlanir okkar eru að halda í hringferð um Ísland á morgun. Keyra norður til Akureyrar -> Mývatn -> austfirðir -> Vík -> Hvalfjörður. Vonum að það rigni ekki.
ps. ég er byrjaður að lesa Roy Jakobsen, norska höfundinn, bókina Hin ósýnilegu.