Hvalfjörður. Áætlanir um hringferð

Vandi dagbókarritara getur verið margvíslegur en nákvæmlega núna hrjáir eitt vandamál þennan dagbókarritara: Ég hef ekki frið. Hér er fullt hús af fólki – alla helgina – og ég þarf næði ef ég ætla að skrifa dagbókarfærslu.

Áætlanir okkar eru að halda í hringferð um Ísland á morgun. Keyra norður til Akureyrar -> Mývatn -> austfirðir -> Vík -> Hvalfjörður. Vonum að það rigni ekki.

ps. ég er byrjaður að lesa Roy Jakobsen, norska höfundinn, bókina Hin ósýnilegu.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.