Enn er það líkaminn sem er ræktaður hér í sumarfríinu á kostnað andans. Morgunleikfimi, hlaup og ég er lurkum laminn. Ég hef ekki gert neitt sem hefur krafist hellar hugsunar í dag, ekkert sækir á hugann, ekkert sem ég vil skrifa um, ég böðlast bara hugsunarlaust áfram. Síðustu gestirnir fóru um hádegi og þá tók við málningarvinna fram á kvöld.
Ég var að vísu minntur á að ég á annað líf en þetta fríhangslíf. Enskur þýðandi bókarinnar sem ég skrifaði í fyrra kom með nokkrar fyrirspurnir og sagði að þýðingin væri á lokametrunum. Það fannst mér kitlandi tilhugsun. Eins á ég að mæta á Forlagið á miðvikudaginn og leggja blessun mína yfir síðustu próförk bókarinnar sem á að koma út í haust: Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf. Það er því bæjarferð á miðvikudag.
Nú fer ég að rækta andann. Yo!