Hvalfjörður. Beiskja og lastmæli

Sunnudagur í rigningu í Hvalfirði, ekki hefur sést til sólar í allan dag, gestir síðasta sólarhrings farnir og næstu gestir á leiðinni. Samt er ég sestur hér við tölvuna því það er ekki ég sem sé um kvöldmat. Ég sinni gestum.

„En nú hef ég látið af hverskonar beiskju, ofsa, reiði og lastmæli hafa verið fjarlæg mér og öll mannvonska yfirleitt.“ Sagði félagi minn í bréfi í dag og ég hugsaði að fleiri mættu taka orð hans til fyrirmyndar.

En ég hljóp í dag, enn langhlaup, í öllum mínum önnum og enn og aftur nýtt hlaupamet. Ég er líka farinn að gera leikfimiæfingar á morgnana. Ég rækta líkamann þessa dagana en hef ekki tíma fyrir andann.

dagbók

Ein athugasemd við “Hvalfjörður. Beiskja og lastmæli

  1. Það kemur í ljós að það sem ég hef verið að leita að hingað til er í þessu blaði, ég er mjög ánægður með að finna nokkrar greinar á þessu bloggi, ég hef áhuga á setningu þinni hér að ofan, mjög skoðanamyndun að mínu mati, af hverju? af því að þú skrifaðir það á tungumáli sem auðvelt er að skilja .. mjög gott, takk

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.