Espergærde. Vel yddaður blýantur.

Ef maður rekst á vel yddaðan blýant á fáförnum malarvegi getur maður hugsað með sér að það sé merki, eða tákn af himnum. Þannig hugsaði ég að minnsta kosti í morgun þegar ég var einn á göngu í morgunsárinu. Ég hafði verið í þungum þönkum yfir … ja yfir hverju? … það man ég ekki en ég var eitthvað hikandi. Svo lá þessi blýantur fyrir fótum mér og mér þótti eins og hann væri merki.

En ég tók blýantinn ekki upp heldur virti hann fyrir mér um stund, tók mynd af honum og gekk áfram mína leið. Yfir götur og umferðareyjar og alla leið niður að sjó. Ég settist þó fljótlega niður þegar ég sá borð og bekk á fjörubakkanum. Þar sat ég drjúga stund og skrifaði tölvupóst á símann minn. Það tók mig töluvert langan tíma, bæði að forma bréfið og finna stafina á símaskjánum.

Í dag ætla ég að ganga aftur sömu leið til að sjá hvort ég finni blýantinn aftur. Þá ætla ég að taka hann með mér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.