Espergærde. Faulkner-útvarpsþátturinn sem hvarf

Ég hafði hlakkað mikið til að ganga af stað með útvarpsþátt um William Faulkner í eyrunum í gær. Mér hafði verið bent á að RUV hafði sett gamlan þátt Eiríks Guðmundssonar um ameríska skáldið á RUV vefinn. Ég var búinn að reima á mig skóna þegar ég byrjaði að leita að þættinum svo ég gæti hlustað á göngu. En svo komst ég að því að þátturinn hafði verið fjarlægður – af hverju veit ég ekki – svo ég varð að láta mér nægja að hlusta á sakamálasögu sem ég hlusta á af skyldurækni. Ég vona að þátturinn um Faulkner verði aftur aðgengilegur.

Nú er mánudagur og sumarfríinu er formlega lokið. Davíð byrjaði í skólanum í dag og einhvern veginn er frí-andinn, sem hefur svifið hér yfir horfinn og við hefur tekið vinnu-andinn. Í dag ætla ég að halda áfram að þýða. Þannig er það.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.