Glyngør. Tveir gamlir menn með bakpoka á bekk við höfnina.

Gamall maður með gleraugu: Manstu þegar við vorum í Austurríki á skíðum?
Gamall maður án gleraugna: Já, það man ég vel.
Löng þögn.
Gamall maður án gleraugna: Það var upp úr 1960. Við vorum á gönguskíðum.
Gamall maður með gleraugu: Já, það var löngu áður en allt þetta … allir byrjuðu að fara í skíðaferðir.
Gamall maður án gleraugna: Já. Löngu áður.
Löng þögn.
Gamall maður með gleraugu: Manstu eftir stelpunum tveimur?
Löng þögn.
Gamall maður án gleraugna: Já ég man vel eftir þeim.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.