Espergærde. Hinn stórkostlegi forleggjari

Á leiðinni til baka til Espergærde frá Glyngør í gær sótti skyndilega að mér sú hugsun að nú – eða frá og með fyrsta ágúst – gæti ég aftur farið að vinna í forlagsbransanum. Þegar við seldum forlagið fyrir þremur árum til Politikens forlag skrifum við undir að hafast ekkert að sem gæti talist undir forlagsstarfssemi, nema við máttum ritstýra og þýða fyrir önnur forlög. En nú er sem sagt fresturinn liðinn og ég fór af einhverjum ástæðum að velta fyrir mér á hvaða hátt ég mundi reka forlag í dag gæfist mér kostur á því – nú þegar mér er það leyfilegt. Og þær komu til mín nýju hugmyndirnar á færibandi, hver annarri betri. Yo! Mér finnst ég hafa lært svo mikið um rekstur bókaforlags með því að sitja hinum megin borðs, þ.e. að vera í hlutverki höfundarins. Satt að segja held ég að ég gæti búið til rosalega gott forlag þar sem bæði starfsmenn, höfundar og lesendur yrðu himinlifandi. Á þann hátt mundi allt bókmenntalíf í kringum forlagið fá vængi.

En hvað um það. Ég er kominn til Espergærde eftir mjög góðan hringferð um vestur, mið og norður Jótland. Það er út af fyrir sig ævintýri að keyra á rafbíl á svona afskekktum stöðum og hafa ekki rafmagnssnúru með sér en það gekk samt – sennilega keyrði bíllinn bara á bjartsýnisstraumnum sem ég hafði í mér. Danmörk er falleg á þessum slóðum. Limfjörðurinn og svæðið í kringum hann er skemmtilegt.

Í dag fer ég í tvær fermingarveislur, það færi ég til bókar og á sama tíma finnst mér mikilvægt að ég skrifi niður að ég er farinn að þjást af kórónavírus þunglyndi. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessari kórónaplágu og í nótt dreymdi mig að vírusinn hefði breyst í slöngu og væri að elta mig. Svona lýsir kórónavírusþunglyndi sér.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.