Espergærde. Þrumur og eldingar

Ég tala við sjálfan mig. Það á ekki eftir að vera auðvelt að komast til Íslands næstu mánuði. ég get ekki séð að Icelandair geti haldið upp áætlunarflugi. Danmörk hefur sett Ísland á lista yfir lönd sem maður ætti ekki að heimsækja nema í brýnni nauðsyn. Ég er frekar leiður yfir þessu. En það þýðir ekkert að væla.

Ég tala við sjálfan mig. Ég er einhvern veginn ægilega óinspireraður þessa dagana. Ég geri ekkert af viti. Ekki veit ég hvað þarf til að koma mér í gang; vítamín, harðfisk, pepsi max, hlaup (nei, ekki hlaup … ég hleyp daglega), epli , appelsínur … I don’t know. Ég held áfram að þýða… Nú eru þrumur og eldingar yfir mér, það rignir í fyrsta skipti í margar vikur.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.