Espergærde. Dvölin í Batman-íbúðinni

Ég hafði ætlað mér að dvelja viku í Batman-íbúðinni í París í næsta mánuði. Mér til skelfingar virðist stefna í að Danmörk loki á ferðalög til Frakklands á næstunni og því er ferð mín til Parísar í hættu. Ég hef hlakkað mikið til sjö daga vinnubúða þar sem ekkert annað gerist en einbeitt vinna við ritvélina. En sem sagt; ekki er víst að af þessu litla ferðalagi verði.

Hins vegar er bókin (Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf) sem ég skrifaði í vetur loks á leið í prentun og ég vona að Forlagið nái að gefa bókina út í október. Ég vil það miklu heldur en að hafa útgáfudag í nóvember. Í gær fékk ég tillögu að saurblöðunum sem jafnframt er stílfærð teikning af sögusviðinu Álftabæ. Kápan er tilbúin með mynd af furstynjunni, hvíta hestinum, froski, húsum, þyrlu og hinum virðulega bíl sem furstynjan keyrir um götur Álftabæjar.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.