Þessa dagana les ég Stikilsberja-Finn eftir Mark Twain. Mig langaði bara allt í einu að lesa Mark Twain, hans einfalda og látlausa texta. Ég er líka að lesa Karen Blixens Vintereventyr, frásagnir og smásögur. Ég læt ekki nægja að hafa tvær bækur í takinu því ég byrjaði á nýrri bók í gærkvöldi eftir Jo Nesbø, norska glæpasagnahöfundinum, Kongeriget. Allar bækurnar les ég í belg og biðu. Ég er einginlega búinn með Stikilsberja-Finn; á nokkrar blaðsíður eftir. Ég les eina og eina sögu í Vintereventyr en Nesbø leggst ég með á kvöldin.
Það rifjaðist allt í einu upp fyrir mér að einu sinni voru gefin út myndablöð með klassískum bókmenntaverkum Sígildar sögur Iðunnar og einmitt eitt af tölublöðunum var sagan um Stikkilsberja-Finn. Ég man ekki betur en ég hafi safnað þessum myndasögum.