Espergærde. Kaktus fyrstur með fréttirnar.

Þótt samgöngur til Íslands frá útlöndum séu takmarkaðar og ferðirnar til og frá landinu fáar, tókst ungum prentara í Þýskalandi að smygla þremur prentuðum eintökum af bókinni Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf frá Eberhard-Finckh-Straße 61 í þýska bænum Ulm og alla leið til hverfis 101 í Reykjavík og það með flugvél. Ég fékk mynd af bókinni í bókahillu í Reykjavík en um leið og ég sá myndina kom mynd af annarri barnabók í hugann. Og það er Kaktusinn sem er fyrstur með fréttina.

Úps! Alla leið frá Ulm með smyglpósti

Í Bandaríkjanum búa menn sig undir nýtt barnabókaræði. Því miður er það ekki bókaflokkurinn um Álftabæjarfólkið sem er hið nýja æði heldur saga efir enska, unga konu (28) sem heitir Annabel Steadman. Hún kallar sig bara AF Steadman. Eins og Joanne K. Rowling kallar sig JK Rowling. Og aðalpersónurnar í bók Steadman eru blóðþyrstir einhyrningar. Frekar óvænt sýn á einhyrninga sem fram til þessa hafa verið notaleg, dularfullt gæludýr. Góðsemdin ein.

Bókaforlagið Simon & Schuster hefur greitt metupphæð í fyrirframgreiðslu til að tryggja sér útgáfuréttinn á þessum bókaflokki og fyrsta bókin hefur fengið titilinn Skandar and the Unicorn Thief. Bókaflokkur um morðóða einhyrninga þar sem einungis sá sem ríður þeim getur haldið þeim í skefjum. Já, og aldrei fyrr hefur verið greidd jafnhá upphæð fyrir barnabók.

Höfundurinn heldur því fram að einhyrningar eigi ekki heima í ævintýrum heldur martröðum. Einhyrningarnir í bókinni hennar eru alls ekki þeir einhyrningar sem við þekkjum, þessir mjúku skepnur með regnbogann yfir sér. Heldur eru „mínir hættulegir, spennandi og magískir,“ segir Annabel.

Annabel hefur lokið gráðu í lögfræði en hætti að starfa sem lögfræðingur árið 2017 og fékk sér þess í stað cand. mag gráðu í bókmenntum frá Cambridge. Meðfram námi þróaðist hugmynd hennar um einhyrningana sem hún hafði gengið með í nokkurn tíma.

Fyrsta bókin kemur úr vorið 2022 og Sony hefur þegar keypt kvikmyndaréttinn. Bókin er í beinni samkeppni við Dularfullu styttuna, (yo!) það er, þetta er saga fyrir börn 8-13 ára.

dagbók

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.